
Tímabókanir á noona.is/orkakiro
Alexandra Ósk Ólafsdóttir
Alexandra lauk kírópraktornámi í Englandi árið 2020, en þar á undan útskrifaðist hún úr íþróttafræði. Að námi loknu vann hún á Líf kírópraktík í 4 ár, þar sem hún sá um konur á meðgöngu og börn í miklum mæli. Alexandra hefur sérhæft sig í meðhöndlun kvenna á meðgöngu og er til að mynda með Webster certification, sem snýr að því að stuðla að bestu mögulega stöðu barns í móðurkviði fyrir fæðingu.
Alexandra hefur mikla þekkingu á barna kírópraktík, en áhuginn byrjaði þegar hún starfaði ásamt ljósmæðrum á brjóstagjafa klíník í Englandi 2019. Eftir doulunám og að hafa eignast tvö börn sjálf, hefur áhuginn aukist og starfsreynslan sl. 5 ár verið ómetanleg.
Alexandra er einnig fimleikaþjálfari til margra ára og hefur því bæði þekkingu og áhuga á íþróttinni, ásamt því að hafa sinnt fótboltaliðum í gegnum tíðina.
