top of page

Tímabókanir á noona.is/orkakiro
Málfríður Magnúsdóttir
Fía er kírópraktornemi á starfsnáms ári frá AECC í Bournemouth í Englandi. Hún hefur sérstakan áhuga á barna kírópraktík og vann á barnaklíník á lokaári sínu þar sem hún öðlaðist dýrmæta reynslu í greiningu og meðhöndlun barna. Þar þróaði hún með sér hlýlegt og öruggt verklag sem nýtist vel í starfi með ungum skjólstæðingum.
Fía hefur einnig mikinn áhuga á heilsu og hreyfingu og hefur sjálf verið virk í íþróttum frá unga aldri. Hún hefur prófað ýmsar íþróttagreinar í gegnum árin, en handbolti og Formúla 1 hafa alltaf verið henni sérstaklega kær. Þessi reynsla og áhugi hefur aukið skilning hennar á mikilvægi líkamsbeitingar, forvarna og meðferðar, sérstaklega í tengslum við íþróttameiðsl og endurhæfingu.

bottom of page